Íslenskukennslan

 

Farið er í gegnum mikilvægustu málfræðiatriði íslensks máls. Námskeiðunum lýkur með skriflegu prófi sem nemendur verða að standast til að geta haldið náminu áfram. Hefja má nám í íslensku I án forþekkingar á málinu.

Íslenska IV er frábrugðið fyrstu þremur námskeiðunum að því leyti að þar er lögð meiri áhersla að textalestur og textaskrif auk þess sem unnið er nánar með blæbrigði málsins. Málfræði úr fyrri námskeiðum er endurtekin en einnig er fengist við ný málfræðiatriði. Námskeiðið er jafnframt mikilvæg æfing fyrir málstofuna (Kolloquium) þar sem nemendur þurfa að halda stuttan fyrirlestur á íslensku.

Auk þess er í hverri málstofu (Kolloquium) boðið upp á nýtt þema sem tengist íslenskum bókmenntum og menningu. Eftirfarandi þemu hafa t.d. verið í boði: „Íslenskar þjóðsögur“, „Íslenskar barna- og unglingabækur“, „Íslenskt mál fyrr og nú“ og „Íslenskar kvikmyndir“.

 

 

Medarbejdere

 

Lektorer

Elsa Björg Diðriksdóttir M.A.

Magnús Hauksson M.A.

 

 

 

Videre informationer og materialier

Isländisch im Internet: http://www2.hu-berlin.de/bragi/
Icelandic Online: http://icelandic.hi.is/
Isländisch-Englisch Online-Wörterbuch: http://digicoll.library.wisc.edu/IcelOnline
Isländische Handschriften: http://archive.is/http://www.handritinheima.is/